top of page
Með kaupum á námskeiði hjá Pole Maníu samþykki ég eftirfarandi skilmála:
Greiðslu fyrir námskeið á að ganga frá fyrir eða í fyrsta tíma námskeiðisins til þess að viðkomandi haldi plássinu sínu. Ekki er hægt að eiga inni tíma vegna forfalla nema þjálfurum hafi verið það kunngert áður af viðkomandi að hann gæti ekki sótt ákveðna tíma og ekki er hægt að endurgreiða námskeið nema sérstakar ástæður hafi verið fyrir forföllunum. Klippikortin gilda í 3 mánuði og þar er tekið tillit til þess í hvaða mánuði kortið er keypt en ekki nákvæman mánaðardag, þar sem námskrá okkar gerir einungis grein fyrir námskeiðum sem gilda frá mánuði til mánaðar. Tekið er tillit til þess ef kort er keypt seinnipartinn í mánuðinum, þá gildir það frá næsta mánuði.
Með kaupum á þjónustu okkar fullyrðir þú, samkvæmt þinni bestu vitund, að þér sé óhætt að stunda líkamsrækt og sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega. Þú stundar æfingar af eigin áhættu og tekur Pole Manía eða þjálfarar þess ekki ábyrgð á hugsanlegum meiðslum eða slysum sem kunna að koma fyrir. Líkt og í öðrum íþróttum getur iðkun á pole fitness falið í sér hættu á meiðslum og slysum .
Allir stærstu vöðvahópar líkamans eru notaðir í pole fitness en vegna þess styrks sem þarf til að geta lyft, haldið og hreyft líkamann um og með súlunni eru efri vöðvar líkamans mjög mikilvægir.
Þessir vöðvar eru efri bakvöðvar, axlarvöðvar, brjóstvöðvar og handleggsvöðvar.
Vegna stöðugrar notkunar þessara vöðva eykst hættan á svokölluðum „rotator cuff" meiðslum (axlarmeiðsli), tognuðum vöðvum, úlnliðssársauka og úlnliðstognun.
-Ofþjálfun er ein af aðal ástæðum meiðsla. Ofnotaðir vöðvar leiða til hraðari meiðsla.
Að vinna sig upp úr byrjendatímum yfir í meira krefjandi tíma með þolinmæði og aðgát er grundvallaratriði í því að byggja upp vöðvahópana á öruggan hátt!
Hagnýtar upplýsingar frá þjálfurum okkar
bottom of page